Af hverju ekki núna?

Ég hef upplifað talsvert harða umræðu um hvort við ættum að taka upp lífeyrissjóð allra landsmanna og þá að leggja alla lífeyrissjóði niður.Ef við gerum ráð fyrir að á Nýja Íslandi veljist alltaf hæfustu einstaklingarnir til forustu hvort það er í fjármálum eða pólitík,er rétti tíminn núna til að framkvæma þetta.Ríkissjóður fær þá innspýtingu sem þarf,sukkið með lífeyrissjóðina hyrfi,væntanlega legðist mismunur á milli lífeyrissjóðs ríkis og annara niður.Síðan ættu við að hafa vit á að greiða hæst fimmfaldann lægsta lífeyri.

Aðhald !

Eftir heimsókn í eina klukkubúð borgarinnar varð mér hugsað til þess tíma þegar ég var að reyna að halda lífi sem dagvöru kaupmaður hér í borg.Á þeim tíma var verðlagseftirlit starfandi og hámarks álagning,ef ég man rétt var kaffi með 8% álgningu og var hvað lægst,aftur á móti ýmsar pakkavörur og sælgæti mátti hafa 38% álagningu sem var toppurinn.Miðað við ríkjandi ástand krefst ég sem íbúi þessa lands að við endurvekjum Verðlagseftirlitið og setjum á hámarks og lámarksálagningu líkt og var hér fyrir 30 árum.Það hefur stundum hvaflað að mér að það hafi ekki verið danir sem mersugu okkur heldur við sjáfir.Það sem ég sé í klukkubúðum er ekki eðlileg álagning heldur hreinasti þjófnaður.

Áfram Island í austurátt.


Raunhæf hugmynd

Við göngum undir Noregskonung í annað sinn sem fylki í Noregi,þeir fá til eignar sinn Snorra og Leif og fleirri norskættaða íslendinga,galdurinn er sá að við höldum þeim samt sem norðmenn.Ef þetta yrði niðurstaðann eftir undanngengna þjóðaratkvæða greiðslu þá færðist allt heila klabbið til Osloar og okkar aumkunnaverðu póltíkusar yrðu að bjóða sig fram til norska stórþingsins ef þeir vildu komast til áhrifa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband